Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Secret Iceland

- Ferðasali dagsferða

Hólasport rekur fjórhjólaleigu við Efri-Vík Hótel Laka í Landbroti, 4 km frá Kirkjubæjarklaustri. Aðeins 3 tíma akstur frá Reykjavík. Hægt er að fá gistingu á hótelinu, láta dekra við sig í mat og drykk og fara í frábærar ferðir á fjórhjólum og breyttum jeppum.

Umhverfið sem við ferðumst um er margbrotið, hraun, sandar, gervigígar, vatn ,fjara og hellar. Við okkur blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull, þar sem þeir teygja sig stoltir til himins og til suðurs hvílir augað í óendanleika himins og hafs. Við munum gera ævintýraferðina ykkar að ógleymanlegri skemmtun.

Í allar fjórhjólaferðir sem fjórhjólaleigan okkar hefur í boði fer leiðsögumaður með í ferðina, kennir ykkur á hjólin og fer yfir öryggisreglur. Hólasport fer einnig í skipulagðar dagsferðir á  jeppanum okkar, sem við köllum Skessuna.  Við bjóðum  upp á ferðir í Lakagíga, þaðan sem eitt stærsta hraun rann á sögulegum tíma.  Einnig förum við í frábærar útsýnisferðir á stórum jeppum í Núpstaðaskóg eftir pöntunum. Einnig tökum við að okkur Sérferðir, hvort sem er á fjórhjólum eða jeppum en þær þarf að panta sérstaklega. 

Leyfðu okkur að dekra við þig á alla lund og veittu þér og þínum ógleymanlega upplifun í faðmi sunnlenskra jökla

Secret Iceland

Secret Iceland

Hólasport rekur fjórhjólaleigu við Efri-Vík Hótel Laka í Landbroti, 4 km frá Kirkjubæjarklaustri. Aðeins 3 tíma akstur frá Reykjavík. Hægt er að fá gi
Hótel Laki

Hótel Laki

Hótel Laki er fjölskyldurekið hótel staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í einungis þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykj
Landbrotshólar

Landbrotshólar

Í Landbroti, rétt hjá Kirkjubæjarklaustri, eru Landbrotshólar, eitt víðáttumesta gervigígasvæði á Íslandi um 50 ferkílómetrar að flatarmáli og mynduðu

Aðrir (1)

Magma Hotel Tunga 880 Kirkjubæjarklaustur 420-0800