Eldfjallaferð
Komdu með í 1 klst fjórhjólaferð um eldfjallasvæði Vestmannaeyja og upplifðu einstakt útsýni sem eyjan og umhverfið hennar hefur uppá að bjóða.
Í ferðinni verður m.a farið á strandstað Pelagus slyssins og farið á staðinn á nýjahrauni þar sem Guðlaugur Friðþórsson náði landi eftir 5-6 km sund í svarta myrkri og köldum sjó eftir að Hellisey VE 503 fórst. Einnig verður farið um nýjahraunið og inn í miðjan gíg Eldfells og meðfram ströndinni þar sem útsýnið er vægast sagt ótrúlegt.
Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna um söguslóðir Vestmannaeyja á skemmtilegum fjórhjólum. Fjórhjólin eru sjálfskipt og auðveld í akstri og þarf því enga sérstaka reynslu á þau. Öll fjórhjólin eru 2ja manna og þarf ökumaður að hafa meðferðis gilt ökuskirteini, farþegar aftaná fjórhjólunum þurfa að vera 6 ára eða eldri.
Þessi ferð er undir stjórn leiðsögumanns þar sem þáttakendum stendur til boða að fá vatnsheldan jakka/buxur, hanska og hjálm sem inniheldur búnað til að hlusta á sögur leiðsögumanns þegar stoppað verður á vel völdum sögulegum stöðum.