Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Glæpakviss í Draugasetrinu

5. september kl. 18:00
Bókasafn Árborgar og Hið íslenska glæpafélag bjóða uppá Glæpakviss í Draugasetrinu – Don Ævar Örn Jósepsson sjálfur foringi Glæpafélagsins stýrir kvissinu.
 
Þessi glæpsamlega skemmtilegi viðburður verður samtímis á mörgum bókasöfnum og er hluti af 25 ára afmælisdagskrá Glæpafélagsins.
Rétt að minna á hvað lestur er skuggalega skemmtilegur og ekki síður glæpsamlega gaman að koma saman í Draugasetrinu og taka þátt í æsispennandi kvissi.
 
Lofum skefjalausri spennu í draugalegu umhverfi!

GPS punktar

N63° 50' 10.798" W21° 3' 51.834"

Staðsetning

Draugasetrið