Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Kintsugi keramik smiðja

26. júlí kl. 14:00-16:00
Kintsugi keramik smiðja
Kintsugi er japönsk list aðferð sem er notuð til að gera við brotna leirmuni með til dæmis bronsi og silfri. Smiðjan er undir stjórn Clementine Nuttall sem býr í Japan og hefur verið að rannsaka Kintsugi aðferðina um tíma.
Clementine mun kynna Kintsugi aðferðina og þátttakendur fá tækifæri til að koma með brotið eða flísað keramik og læra japönsku tæknina Kintsugi. Þessi samvinna miðar að því að hlúa að tengslum milli samfélagsins og listsköpunar sem býr til sameiginlega frásögn.
Keramikið sem fær viðgerð táknar sameiginlega seiglu samfélagsins og fegurð sem getur sprottið upp úr brotum lífsins.
Clementine Nuttall er bresk listakona búsett í Japan. Hún dvelur um þessar mundir í listamanndvölinni Varmahlíð í Hveragerði og vinnur að verkefni sínu sem ber heitið Faultlines sem leitast við að kanna skurðpunktinn milli japanskrar listar við að lagfæra keramik með gulli, þekkt sem kintsugi, og kraftmikils jarðfræðilegs landslags Íslands. Líkt og heimili hennar í Japan er Ísland staðsett á svæði þar sem mikil skjálftavirkni er, sem utanaðkomandi sjónarhorn telja að feli í sér bæði hættu og fegurð.
Hveragerði er staðsett á flekalínum Norður Ameríku og evrasísu og má segja að verkefnið miði að því að draga hliðstæður á milli lína kintsugi og lína tektónískra fleka, varpa ljósi á tengslin milli skemmdaferlisins og fegurðarinnar við hina gylltu viðgerð og hinnar blómlegu náttúru sem brýst út úr svæðinu á sumrin. Í meginatriðum mun Faultlines fagna hugleiðingum um hið andlega og tengsl manna við náttúruna, með áherslu á íslenska hvera menningu sem tjáningu á lífinu á jarðskjálftasvæði.
Smiðjan hentar vel fyrir 13 ára og eldri og er hún ókeypis.
Clementine dvelur nú í listamannahúsinu Varmahlíð og er smiðjan í boði Hveragerðisbæjar.
Það er nauðsynlegt að skrá sig á fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is

 

GPS punktar

N63° 59' 46.982" W21° 11' 6.057"

Staðsetning

Austurmörk 21

Sími