Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Tengipunktar

    15. mars kl. 00:00-15:00

    Upplýsingar um verð

    Frítt inn

    “Tengipunktar “ einkasýning Hönnu Dísar Whitehead opnar laugardaginn 30. nóvember á veitingastaðnum Ottó á Höfn. Á sýningunni má sjá flosuð veggteppi sem kanna liti, hrynjanda og skipulag.

    Fjörug og litrík verkin gefa frá sér orku og bjóða áhorfendum upp á að hressa sig við í skammdeginu. Teppin eru samtal áferðar og lita, mýktar og geometríu, skipulags og hrynjanda

    Leiðandi stef í teppunum eru litríkir punktar. Punktarnir slá takt og mynda tengsl sín á milli. Það er gerð tilraun til að halda þeim í skefjum innan einhvers konar skipulags en þeir ná þó að slíta sig lausa og verða ráðandi afl í verkunum.

    Hanna Dís Whitehead (1982) útskrifaðist frá Design Academy Eindhoven árið 2011. Verk hennar eru staðsett á landamærum hönnunar, listar og handverks. Ferlinu er leyft að ráða ferðinni og farið er á milli mismunandi efna svo sem viðar, textíls og keramíkur innan sömu hugmyndar. Hanna Dís hefur sérstakan áhuga á að vekja upp samtal á milli hluta og áhorfenda þar sem hún vefur saman sögum, formi, litum og teikningu. Hún býr og starfar á Hornafirði.

    Staðsetning

    Hafnarbraut 2, 780 Höfn

    Sími