Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Kyllir - myndlistarsýning

    14. september - 22. desember
    Sýningin Volvox (Kyllir) opnar laugardaginn 14. september klukkan 15:00, verið velkomin.
    Lista og vísindamenn: Thomasine Giesecke, / Jean-Marc Chomaz, @LadhyX / Bruno Palpant @ LuMIn, Université Paris-Saclay / Tom Georgel, sound artist. 2024
    Volvox (Kyllir) er samvinnuverkefni listafólks og vísindamanna frá Hydrodynamics Laboratory í Ecole Polytechnique (LadHyX), Light, Matter and Interfaces rannsóknarstofunni (LuMIn), og Institute of Physical Chemistry í Paris-Saclay háskólanum og Institut Polytechnique de Paris og innblásið af samnefndum, örsmáum þörungum. Þegar þessi græni ferskvatnsþörungur hreyfist veldur hann umróti hjá öðrum örverum, sem hreyfa sig í samstilltum hópi. Hingað er búið að flytja þetta fyrirbæri með því að nota nanóagnir úr gulli sem svífa í vatni. Vatnið er í glerhylkjum sem líða sjálf um í dansi sem er í senn samstilltur og handahófskenndur, inni í gegnsærri kúlu sem snýst. Með því að breyta sjónarhorninu í tengslum við útbreiðslu ljóssins upplifa áhorfendur hve afstæðir litirnir geta verið, þegar gylltur breytist í bláan og appelsínugulan. Þetta helgast af ráðandi eiginleikum fyrirbæris í nanóögnunum sem kallast plasmónu-yfirborðsómun (SPR), sem hefur áhrif á bæði gleypingu og dreifingu ljóssins. Hljóðheimur Toms Georgel gerir upplifunina gagnvirka, þar sem áhorfendur hreyfa sig um í verkinu og endurskapa tilviljanakennd kynnin við djúpið.
    Volvox-innsetningin sviðsetur dans í lokuðu náttumhverfi, eins og ósýnilegan dans einfrumungsörveranna sem þróast þöglar í sjávardjúpunum við óreglulegan takt hringrásar þar sem snúningsáttin breytist stöðugt – volvox. Hér nýtum við ótrúlega
    sjónræna eiginleika tvílitra gull-nanóagnanna sem svífa í blásnum glerdropunum, sem sjálfir svífa um líkt og á hafsdjúpi.
    Sýningin er styrkt af Institute for the Sciences of Light, Université Paris-Saclay.
    Sýningin verður opin til 22. desember 2024.
    Leaflet | © OpenStreetMap contributors

    GPS punktar

    N63° 59' 46.982" W21° 11' 6.057"

    Sími