Njóttu Íslands í vetrarskrúðanum- á öruggan hátt
Ævintýrin eru best þegar öryggið er á oddinum. Hér eru nokkur góð ráð áður en haldið er af stað í ferðalagið:
1. Ástand vega og veðurspá Veðrið á Íslandi getur breyst hratt og því er mikilvægt að athuga aðstæður vel áður en lagt er af stað í ferðalag.
- Aðstæður á vegum: www.road.is veitir nýjustu upplýsingar um ástand á vegum, viðvaranir og vegalokanir. Einnig er hægt er að hringja í síma: +354 1777 til að fá ráðleggingar.
-
Veðurspá: www.vedur.is sýnir nýjustu veðurupplýsingar. Þar er meðal annars hægt að skoða vindstyrk, úrkomu og skyggni.
-
Ferðaráðleggingar: fylgstu með á www.safetravel.is til að leita ráða áður en lagt er af stað.
2. Vertu á fjórhjóladrifnum bíl með vetrardekkjum Það er öruggast að vera á fjórhjóladrifnum bíl (4x4) þegar ekið er í vetrarfærð á Íslandi, einkum úti á landi.
-
Nagladekk gera gæfumuninn og veita grip á hálum vegum.
-
Upphituð framrúða og speglar varna klakamyndun og auka þannig sýn.
-
Best er að fylla á bensíntankinn fyrir brottför því bensínstöðvar geta verið dreifðar og stundum er langt á milli þeirra.
3. Aktu varlega og aðlagaðu akstur að aðstæðum Klaki, skafrenningur og bleyta geta gert akstur erfiðan.
-
Hægðu á þér – Hámarkshraði er hugsaður fyrir ákjósanslegustu aðstæður; á veturna er öruggara að aka hægar.
-
Haltu báðum höndum á stýri – Vindhviður geta verið snarpar, einkum á opnum vegum og nálægt fjöllum.
-
Hafðu hemlunarvegalengd langa – Ísing þýðir lengri hemlunarvegalengd. Byrjaðu tímanlega að bremsa svo að dekkin nái gripi og bíllinn renni ekki.
-
Gakktu úr skugga um að ljósabúnaður ökutækisins sé í lagi – Vetur eru dimmir á Íslandi og ökuljós auka öryggi.
-
Flýttu þér hægt – Í vetrarfærð borgar sig að hafa tímann fyrir sér og flýta sér ekki um of.
4. Vertu viðbúinn ef neyðaraðstæður koma upp Vetrarfærð getur leitt til tafa í umferðinni. Hafðu eftirfarandi í bílnum:
-
Fullhlaðinn farsíma og hleðslubanka.
-
Hlý föt, teppi, hanska og húfu ef neyðaraðstæður koma upp.
-
Sjúkrakassa, vasaljós, matarbita og vatn.
-
Handsköfu og litla snjómoksturskóflu.
5. Virtu lokanir og viðvaranir Yfirvöld loka vegum öryggisins vegna og að aka inn á lokaða vegi getur verið hættulegt. Virtu allar viðvaranir og merkingar. Ekki aka utan vega, því það er ólöglegt og getur skemmt viðkvæm landsvæði.
6. Skipulegðu ferðir með tilliti til dagsbirtu
-
Í desember er bjart í 4-5 klukkustundir, en í febrúar í um 8 klukkustundir.
-
Byrjaðu aksturinn snemma til að nýta dagsbirtuna.
-
Forðastu langar ferðir í einu til að lágmarka akstur í myrkri.
-
Gistu á leiðinni og gerðu þannig meira úr ferðinni. Það eru fjölmargir gistimöguleikar á Suðurlandi.
7. Hvað á að gera í neyðartilvikum Ef þú festist og þarft að bíða í bílnum:
-
Vertu í bílnum og haltu á þér hita.
-
Hringdu í 112 ef þig vantar neyðaraðstoð.
-
Notadu SafeTravel appið til að senda út staðsetningu þína.
8. Njóttu ferðarinnar á öruggan hátt Hafðu öryggið á oddinum og njóttu þess að ferðast að vetri til á fallega Suðurlandi.