Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands og Sproti ársins

    Þann 4. maí síðastliðinn fór aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands fram á Landhótel í Rangárþingi ytra ásamt því að sproti ársins var útnefndur.
    Ragnhildur Sveinbjarnardóttir með erindi sitt á ársfundi Markaðsstofu Suðurlands
    Ragnhildur Sveinbjarnardóttir með erindi sitt á ársfundi Markaðsstofu Suðurlands

    Ársfundur Markaðsstofu Suðurlands fór fram fimmtudaginn 4. maí s.l.

    Katrín Ó. Sigurðardóttir formaður stjórnar opnaði fundinn og Ragnhildur Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri MSS fór yfir verkefni sl. árs og helstu áherslur 2023. Vala Hauksdóttir verkefnastjóri Markaðsstofunnar kynnti Eldfjallaleiðina og þá vinnu sem átt hefur sér stað síðustu misseri. Þá kynnti Katrín ársreikning ársins 2022. Tveir fulltrúar Ferðamálasamtaka Suðurlands eru kjörnir á aðalfundi MSS. Einungis bárust framboð frá sitjandi fulltrúum og þeir því sjálfkjörnir.  Í kjölfar aðalfundar óskaði Grétar Ingi Erlendsson sem setið hefur í stjórn Markaðsstofunnar eftir lausn frá stjórnarsetu og mun varafulltrúi SASS Ása Valdís Árnadóttir taka sæti hans. Árni Eiríksson kemur einnig nýr inn sem varamaður í stað Friðriks Sigurbjörnssonar fyrir hönd SASS. 

    Stjórn Markaðsstofu Suðurlands:

    Aðalmenn
    Ágúst Elvarsson – Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu
    Ásgerður Kristín Gylfadóttir – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
    Grétar Ingi Erlendsson - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
    Katrín Ó. Sigurðardóttir - Visit South Iceland ehf
    Geir Gígja – Ferðamálasamtök Suðurlands
    Guðmundur Fannar Vigfússon - Ferðamálasamtök Suðurlands

    Varamenn
    Ása Valdís Árnadóttir - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
    Engilbert Olgeirsson - Visit South Iceland ehf
    Dóróthea Ármann – Ferðamálasamtök Suðurlands
    Árni Eiríksson - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
    Erla Þórdís Trautadóttir – Ferðamálasamtök Suðurlands
    Íris Heiður Jóhannsdóttir – Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu

    Fundargestir

    Að aðalfundastörfum loknum hlaut Mr. Iceland viðkenningu sem Sproti ársins 2022. Á bakvið Mr. Iceland er ferðaþjónustubóndinn og hvítlauksræktandinn Hörður Bender en í umsögn Markaðsstofunnar segir: 

    Í miðri sviðsmynd Njáls Sögu eru Efri – Úlfsstaðir. Þar tekur Mr. Iceland á móti ferðafólki sem klæðist skykkjum og verður strax hluti af sögunni. Riðið er á slóðir Gunnars og Njáls þar sem náttúran og íslenski hesturinn fá að njóta sín til fulls. Mr. Iceland er sannkallaður frumkvöðull í ferðaþjónustu á Suðurlandi þar sem hann nýtir listisemir nærumhverfisins. Sagan, menningin, náttúran, maturinn og hestarnir.

    Mr. Iceland stendur fyrir gæða upplifunar- og menningar ferðaþjónustu þar sem hann og náttúran eru í forgrunni. Ferðafólk fær að líka að kynnast manninum á bak við nafnið og sitja til borðs með honum þar sem hann eldar dýrindis mat beint frá býli. Mr. Iceland hefur nýtt sér kraft samfélagsmiðla, áhrifavalda og blaðmanna frá stofnun og hefur tekið á móti þessu fólki með bros á vör sem hefur skilað sér í umfjöllun í stórum miðlum um heim allann. Svo sem í portúgalska ríkissjónvarpinu og Vanity fair.

    Mr. Iceland hlaut viðurkenningu fyrir Sprota ársins

    Markaðsstofa Suðurlands óskar Herði Bender innilega til hamingju með viðkenninguna. 

    Hér má nálgast upptöku af fundinum.

    Eftir góðan aðalfund komu fulltrúar Íslandsstofu og fóru með gestum í gegnum starfsemi Íslandsstofu og þeirra markaðsaðgerðir ásamt því að vera með stutt námskeið í markaðssetningu á samfélagsmiðlum og sýningum.

    Oddný segir frá sýningum og vinnustofum á vegum Íslandsstofu

    Að því loknu var farið í örferð um Rangárþing ytra undir stjórn Eiríks Vilhelms Sigurðarsonar markaðs- og kynningarfulltrúa Rangárþings ytra.  Fékk fundarfólk tækifæri til að skoða og kynnast starfsemi Fjárhúsloftsins á Lækjarbotnum , smáspunaverksmiðjunni Uppspuna, Flóka viskís, Caves of Hella og Landhótels.

    Caves of Hella

    Lækjarbotnar

    Gestir fengu að smakka á Flókaviskíi

    Starfsfólk Markaðsstofunnar vill koma þökkum til allra sem tóku þátt deginum.