Aðalfundur og árshátíð 2025 - takið daginn frá!
Aðalfundur og árshátíð Markaðsstofunnar verða haldin þann 16.maí nk. á Hótel Geysi.
- Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands kl. 12.30-14.00.
Hægt að kaupa súpu og brauð fyrir fund frá kl. 12 - Vinnustofa um stafræna hæfni og gervigreind hefst kl. 14.00-16.00.
Í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF
Drög að dagskrá:
Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar
Ferðaþjónusta á nýjum tímum. Leiðir og lausnir til stafræns árangurs með Hæfnisetrinu
Brynjólfur Borgar Jónsson, Datalab
Fræðsla og vinnustofa um nýtingu gervigreindar í ferðaþjónustu
- Stutt kynningarferð um nærsvæðið hefst um kl. 16.00
Um kvöldið skemmtum við okkur svo saman yfir kvöldverði, skemmtun og tónlist. Kvöldið verður með aðeins óformlegra sniði en áður þar sem helsta markmið kvöldsins er að styrkja tengslanetið og njóta samverunnar yfir mat og drykk.
- 19:00 – Kvöldið hefst með fordrykk og forréttum að hætti Hótel Geysis í anddyri hótelsins.
Verð og endanleg dagskrá kemur innan fárra daga.
Gisting:
Hótel Geysir er með tilboð á gistingu þetta kvöld: Herbergið með morgunverð: 35.000 kr.
Gestir skulu sjálfir bóka gistingu hjá Hótel Geysi og ætlar hótelið að taka frá herbergi til 15.apríl fyrir árshátíðina en eftir það fara herbergin í almenna sölu svo það er um að gera að tryggja sér herbergi með góðum fyrirvara.
Bókun herbergja fer í gegnum tölvupóst – geysir@geysircenter.is
Við bókun gistingar skal taka fram að gisting er í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands.
Skráningarfrestur á árshátíðina rennur út föstudaginn 9. maí.
Ekki missa af þessu tækifæri til að hitta kollegana og heyra hvað er um að vera áður en sumartörnin hefst.
Hlökkum til að eiga með ykkur frábæran dag og kvöld !
Starfsfólk Markaðsstofu Suðurlands