Kynningarferðir í tenglsum við VestNorden
Tvær kynningarferðir voru farnar í tengslum við VestNorden 2021. Markaðsstofan lagði fram tvær kynningarferðir í upphafi sumar fyrir Vestnorden og var fín skráning í ferðirnar. Alls voru 23 ferðasalar sem tóku þátt í ferðunum tveimur og komu þeir víðsvegar frá, s.s. Bretlandi, Bandaríkjunum, Ítalíu, Sviss, Kína, Sviþjóð, Spáni, Danmörku, Þýskalandi og Hollandi.
Önnur ferðin var til Vestmannaeyja með viðkomu á nokkrum stöðum til og frá Landeyjahöfn. Ekið var frá Keflavík og fyrsta stopp í Lava Centre á Hvolsvelli. Þar fengu gestirnir að heyra meira um sýninguna og hvað gerir Ísland svona áhugaverðan stað jarðfræðilega. Næsta stopp var á Midgard Base Camp þar sem hópurinn fékk sér hádegisverð ásamt því að fá skoðunarferð um aðstöðu Midgard. Ferðinni var haldið áfram í Landeyjahöfn þar sem hópurinn sigldi yfir með Herjólfi. Strax við komuna til Vestmannaeyja fór hópurinn í bátsferð með Ribsafari á bát þeirra, Teistunni. Hópurinn naut siglingarinnar undir góðri leiðsögn áhafnar ásamt því að sjá Heimaey frá ólíkum sjónarhornum. Af sjó var haldið yfir til Sealife Trust visitor centre þar sem hópurinn fékk að heyra um þeirra starfsemi og voru senuþjófarnir í þeirra heimsókn mjaldra systur, Litla Hvít og Litla Grá, ásamt lundum sem dvelja þar. Síðasta afþreying dagsins var fjórhjólaferð um Volcano ATV þar sem hópurinn ók um nýja hraun ásamt því að stoppa og njóta útsýnisins. Að loknum viðburðaríkum degi var notið matar og drykkja veitingastaðnum Einsa Kalda. Vel fórum um hópinn á Hótel Vestmannaeyjum þar sem hópurinn gisti.
Daginn eftir var farin skoðunnarferð með Vikingtours. Ekið var um og stoppað á áhugaverðum stöðum og sögur sagðar af því sem fyrir augum bar. Meðal þeirra staða sem stoppað var á Skansinn, Herjólfsdalur, Stórhöfði og Eldfell. Skoðunarferðinni lauk í Eldheimum þar sem hópurinn skoða sýninguna og það sem fyrir augum bar. Því næst var brunað í Vestmannaeyjahöfn og snúið aftur uppá land. Hópurinn stoppaði við Ægissíðuhella (Caves of Hella) þar sem skoðað var hellana og ýmsum tilgátum varpað um aldur hellana og gerð þeirra. Síðasta stopp hópsins var í nýja miðbæ Selfoss. Hópurinn fékk leiðsögn um miðbæinn og lauk skoðunnarferðinni í Skyrlandi í kjallara Mjólkurbú mathallarinnar.
Hin ferðin fór einnig frá Keflavík og var stefnan sett á Vitaleiðina. Fyrsta stopp þeirra var við Strandakirkju og Selvog. Mjög hvasst var á svæðinu þannig stoppið var stutt að þessu sinni. Næsti viðkomustaður var Raufarhólshellir (The Lava Tunnel) þar sem hópurinn fór skipulagða hellaskoðunnarferð. Frá Raufarhólshelli var ekið til Þorlákshafnar og snætt hádegisverð á Hendur í Höfn. Næsta stopp var í Húsið á Eyrarbakki þar sem hópnum var sagt frá byggðasafninu og fengu gestir að skoða safnið. Næst á dagskrá var Bakkastofa þar sem gestir ferðarinnar hlýddu á tónlist og nutu stundarinnar. Frá Eyrarbakka lá leiðin að Knarrarósvita þar sem gestunum bauðst að kíkja í vitann og njóta útsýnisins frá toppinn vitans. Síðasta stopp dagsins var í nýja miðbæ Selfoss. Hópurinn fékk leiðsögn um miðbæinn og lauk skoðunnarferðinni í Skyrlandi í kjallara Mjólkurbú mathallarinnar. Hópurinn gisti á Hotel South Coast og naut matar og drykkja á veitingastaðnum Fjöruborðið eftir annasaman dag.
Seinni daginn var byrjað á því að stoppa við Urriðafoss áður en hópurinn heimsótti hellana við Ægissíðu. Þar fékk hópurinn, sömuleiðis, að skoða hellana og ýmsum tilgátum varpað um aldur hellana og gerð þeirra. Þaðan var haldið til Skálholts þar sem gestir hópsins borðuð hádegismat og fengu leiðsögn um svæðið. Næsti viðkomustaður var Laugarvatnshellir (The Cave People) þar sem saga hellana var sögð ásamt því að segja frá sögu síðustu íbúum hellana. Síðsta stopp dagsins var í Fontana þar sem gestirnir fengu að smakka hverabrauð og nutu þess að slappa af í heitu pottunum áður en haldið var aftur til Keflavíkur.
Ferðirnar tvær þóttu takast einstaklega vel til og mikil ánægja á meðal ferðasalana sem skráðu sig í ferðirnar.
Markaðsstofa Suðurlands vill þakka fyrirtækjunum sem tóku þátt í þessu verkefni, kærlega fyrir frábærar móttökur og gestrisni.
Markaðsstofa Suðurlands vill einnig þakka Ólafi Rafnari Ólafssyni, Eiríki Vilhelm Sigurðarsyni og Ásborgu Arnþórsdóttur kærlega fyrir aðstoðina.
Hér að neðan má sjá myndir úr ferðunum.