Franskir blaðamenn á ferð um Suðurlandið
Í byrjun nóvember voru blaðamenn frá Frakklandi í samstarfi við Íslandsstofu og MSS á ferðinni um Suðurland. Þrír blaðamenn frá þrem miðlum komu í ferðina ásamt fulltrúa franskrar PR stofu sem Íslandsstofa er í samstarfi við. Farið var með a blaðamennina um Suðurlandið og kynnt fyrir þeim náttúru, gistingu, afþreyingu, mat og menningu sem landshlutinn hefur upp á að bjóða.
Dagana 2-6. nóvember skipulagði Markaðsstofa Suðurlands og Íslandsstofa ferð með blaðamönnum frá Frakklandi um Suðurlandið. Ferðin tókst afar vel og var mikil ánægja meðal hópsins.
Að þessu sinni voru eftirfarandi samstarfsfyrirtæki heimsótt Hótel Örk, Gróðurhúsið hótel og mathöll, Reykjadalur skáli, Miðbæ Selfoss og Mjólkurbúið mathöll, Skyrland, Friðheimar, Laugarvatn Fontana, Hellarnir við Hellu, UMI hótel, Byggðasafnið í Skógum, Icelandic Lava Show, Smiðjan Brugghús, Fosshótel Glacier Lagoon, Glacier Adventure og Þórbergssetur. Að lokum flaug Ernir okkur aftur til Reykjavíkur þar sem við kvöddum hópinn.
Blaðamennirnir fengu góða kynningu á starfsemi þessara fyrirtækja og nutu gestrisni viðkomandi aðila. Suðurlandið skartaði sínum fegursta á meðan á ferðinni stóð og voru margar náttúruperlur skoðaðar og myndaðar. Fjölmiðlafólkið var mjög ánægt með ferðina og verður gaman að fylgjast með umfjöllun þeirra á komandi vikum.
Hér að neðan má sjá myndir úr ferðinni.