Laust starf - Verkefnastjóri í markaðsteymi
Markaðsstofa Suðurlands er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Suðurlandi um ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins í heild. Markaðsstofan markar stefnu fyrir ferðaþjónustu innan landshlutans í gegnum áfangastaðaáætlun ásamt því að sinna fjölþættu markaðs- og kynningarstarfi sem og ráðgjöf til fyrirtækja varðandi markaðssetningu. Starfssvæðið nær frá Selvogi í vestri og að Lóni í austri.
Markaðsstofa Suðurlands leitar að metnaðarfullum og drífandi aðila til að vinna að markaðsmálum áfangastaðarins Suðurlands í samræmi við stefnu.
Viðkomandi kemur að fjölmörgum og krefjandi verkefnum, sem eru helst:
- Umsjón, þátttaka og eftirfylgni með markaðs- og kynningarmálum
- Miðlun upplýsinga og samskipti við hagsmunaaðila
- Ráðgjöf til fyrirtækja og sveitarfélaga
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla og þekking á markaðsmálum og mörkun
- Reynsla af greiningum, áætlanagerð, og eftirfylgni
- Góð þekking á samfélagsmiðlum og stafrænni markaðssetningu
- Frumkvæði, hugmyndaauðgi en um leið nákvæmni í vinnubrögðum
- Lipurð og færni í samskiptum
- Tæknileg nálgun og hæfni
- Mjög góð færni í íslensku og ensku
- Þekking á ferðaþjónustu og landshlutanum mikilvægur
- Búseta á Suðurlandi skilyrði
- Starfið krefst ferðalaga, sjálfstæðra vinnubragða og sveigjanlegs vinnutíma
Um er að ræða fullt starf og er umsóknarfrestur til og með 3. september 2023.
Umsóknir sendist í gegnum umsóknarvef Alfreðs. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, ragnhildur@south.is og í síma 560-2050.