Markaðsstofan á vinnustofum Íslandsstofu í Suður Ameríku
Markaðsstofa Suðurlands tók í síðustu viku þátt í vinnustofum Íslandsstofu í Suður Ameríku. Þetta er í fyrsta skipti sem vinnustofur eru haldnar í Suður Ameríku og voru þrjár borgir heimsóttar. Borgirnar voru Buenos Aires í Argentínu, Sao Paulo og Rio de Janeiro í Brasilíu. Rúmlega 100 ferðasöluaðilar boðuðu komu sína og þóttu vinnustofunnar takast mjög vel.
Segja má að Suðurland hafi slegið í gegn því gríðarlegur áhugi var á Suðurlandi og öll því sem hér má finna. Sérstaklega vakti athygli menning og saga sem finna má á Suðurlandi í bland við stórkostlega náttúru og fjölbreyta afþreyingu. MICE og Luxury markaður Suður Ameríku er vaxandi og aukin tækifæri sem leynast þar.
Hér að neðan má finna myndir af vinnustofunum í Suður Ameríku
Vinnustofa Suður Ameríka Desember 2019