Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Mid-Atlantic 2025: Tækifæri til tengslamyndunar í ferðaþjónustu

    Laugardalshöll iðaði af lífi síðastliðinn föstudag þegar ferðaþjónustuaðilar frá öllum heimshornum komu saman á Mid-Atlantic ferðakaupstefnunni. Viðburðurinn, sem Icelandair stendur fyrir annað hvert ár, er lykiltækifæri fyrir fagfólk í ferðaþjónustu til að tengjast, deila hugmyndum og skapa ný viðskiptatækifæri. Markaðsstofa Suðurlands átti fjölmarga fundi með erlendum aðilum og naut þess að miðla þeim einstöku upplifunum sem svæðið hefur upp á að bjóða.
    Gleðin var við völd á Mid-Atlantic 2025
    Gleðin var við völd á Mid-Atlantic 2025

    Það var frábært að taka þátt í Mid-Atlantic ferðakaupstefnunni sem fram fór í Laugardalshöll síðastliðinn föstudag. Þessi viðburður, skipulagður af Icelandair annað hvert ár, sameinar ferðaþjónustuaðila alls staðar að úr heiminum og gefur þeim tækifæri til að kynnast því sem Ísland hefur upp á að bjóða.

    Frábær vettvangur til að mynda alþjóðleg tengsl

    Mid-Atlantic ferðakaupstefnan er kjörinn vettvangur fyrir fagfólk í ferðaþjónustu til að hittast, vinna saman og skiptast á hugmyndum. Staðsetning Íslands, mitt á milli Evrópu og Norður-Ameríku, gerir það að verkum að kaupstefnan er afar aðgengileg og laðar að sér kaupendur og þjónustuaðila frá Íslandi, Grænlandi, Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

    Skemmtileg dagskrá og árangursrík tengslamyndun

    Fyrirkomulag kaupstefnunnar er þannig að ferðaþjónustuaðilar bóka sig saman á 15 mínútna fundi og þannig gengur það fyrir sig allan daginn þannig að sem flestir geti talað saman. Leitast er við að gera andrúmsloftið afslappað, til að hvetja til samskipta og samstarfs, með fjölbreyttri dagskrá, fundum og kvöldverðarsamkomum. Þessi nálgun hefur reynst árangursrík til að efla tengsl og styrkja viðskiptasambönd. 

    Markaðsstofa Suðurlands átti fundi með fjölda ferðaþjónustuaðila frá ýmsum heimshornum (ásamt ýmsum flottum fyrirtækjum frá Suðurlandi sem voru með borð á kaupstefnunni) og mikið ofboðslega var gaman að miðla áfram því magnaða úrvali upplifana sem landshlutinn hefur að geyma!