Samstarf við Entravision
Við erum alltaf að vinna í því að bæta þjónustuna okkar svo árangur af samstarfi verði enn meiri. Sem hluti af því höfum við tekið upp samstarf við Entravision á Íslandi, en það er opinber sölu- og þjónustuaðili META.
Þótt ótrúlegt megi hljóma er þjónusta Entravision alltaf ókeypis. Þetta hefur hingað til ekki staðið til boða á Íslandi en þetta er í samræmi við það sem allar stærri stofur og fyrirtæki erlendis gera, þar sem þetta tryggir bætta þjónustu og aðgengi að því nýjasta sem er í boði hjá Facebook og Instagram.
Helstu augljósu kostir samstarfs við Entravision eru:
- Ráðgjöf og aðstoð innan seilingar til að bæta árangur (Allt fyrirtækið elskar það)
- Ekkert kreditkorta vesen vegna lokunar á kortum (Markaðsdeildir elska það)
- Einn reikningur í mánuði, en ekki 10 færslur á kort (Bókhaldið elskar það)
- 30 daga greiðslufrestur (Allir elska það)
Ferlið er einfalt - Þið gerið samning við Entravision og þá mun ykkur berast einn reikningur beint frá Entravision. Þetta er sett af stað með því að fylla út þetta FORM. Þetta ferli tekur að jafnaði 4 daga.
Við mælum eindregið með að taka upp þetta samstarf ef þið eruð að nota Facebook og Instagram til að auglýsa. Þetta á við hvort sem þið sinnið ykkar samfélagsmiðla málum sjálf eða vinnið með stofu.
Hér er smá kynning ONLINE á því hvernig þetta virkar og svo er hægt að hafa samband við Entravision fyrir frekari upplýsingar. Senda má fyrirspurn á iceland@entravision.com