Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Seinasti morgunfundur Markaðsstofunnar haustið 2021

    Þriðjudaginn 23. nóvember hélt Markaðsstofa Suðurlands seinasta rafræna morgunfundinn á árinu. Á fundinum fór Dagný yfir markaðsleg tækifæri Mataráfangastaðarins Suðurlands.

    Þriðjudaginn 23. nóvember hélt Markaðsstofa Suðurlands seinasta rafræna morgunfundinn á árinu. Á fundinum fór Dagný yfir markaðsleg tækifæri Mataráfangastaðarins Suðurlands og hvernig við getum gert matarupplifun á Suðurlandi framúrskarandi. 

    Farið var yfir það hvernig hægt er að nota upplifun til að segja sögu þína í gegnum matinn, hvernig hægt er að nýta verkfæri Matarauðs Suðurlands inn í matarupplifun og einnig ákveðna hugmyndarfræði markaðssetningar upplifunar. 

    Góð umræða myndaðist í kjölfar kynningarinnar milli samstarfsfyrirtækjanna. 

    Þau samstarfsfyrirtæki sem vilja nálgast upptöku af fundinum geta haft samband á netfangið info@south.is og við sendum ykkur upptökuna.

    Við hlökkum til að næsta árs þegar við kynnum fyrir ykkur næstu fundaröð.