Skapandi markaðssetning - Morgunfundur
Þriðji morgunfundur Markaðsstofu Suðurlands var haldinn í morgun þar sem við fengum félagana Guðmund Helga Harðarsson og Kjartan Ásbjörnsson hjá GK bakaríi á Selfossi til að segja okkur frá þeirra skapandi markaðssetningu og vöruþróun. Þeir hafa verið duglegir að efna til samstarfs við önnur fyrirtæki til að notast við í vöruþróun eins og sem dæmi Ölverk í Hveragerði, Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi og Korngrís í Laxárdal. Markaðsstofan þakkar þeim Guðmundi og Kjartani kærlega fyrir að leyfa okkur að heyra frá þeirra vegferð og veita þátttakendum innblástur.
Fundurinn var tekinn upp, þau aðildarfyrirtæki sem vilja nálgast upptöku á erindinu geta haft samband á netfangið info@south.is og við sendum ykkur upptökuna.
Þetta form á morgunfundum, stuttir netfundir sem veita innblástur og gefa rými til spurninga og spjalls, hafa gefið góðan róm hjá aðildarfyrirtækjum Markaðsstofunnar og ætlum við því að halda áfram þessum stuttu morgunfundum. Næsti morgunfundur verður þriðjudaginn 23. mars kl 9.00 þar sem Dagný Hulda Jóhannsdóttir og Nejra Mesetovic munu fjalla um Íslenska ferðasumarið 2021.
Við minnum aðila að skrá sig á fundina til að fá slóðina senda - fundurinn verður auglýstur fljótleg.