Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Skráning hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2025

    Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025 frá klukkan 12 til 17.
    Mannamót er fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem rúmlega þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 talsins. Tilgangur Mannamóta er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hægt að kynnast betur fólki í ferðaþjónustu og fjölmörgum fagaðilum sem koma á Mannamót.
     

    Ísland hefur upp á margt að bjóða, allan ársins hring og á Mannamótum eru sýnendur hvattir til þess að leggja sérstaka áherslu á það sem boðið er upp á yfir vetrartímann. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Isavia og Norlandair.

    Athugið að aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofa landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til þess að sýna og kynna sitt fyrirtæki. Allar markaðsstofurnar munu bjóða sínum samstarfsfyrirtækjum, sem skrá sig á Mannamót, á sérstakan undirbúningsfund þar sem farið verður yfir hvað gott er að hafa í huga fyrir svona sýningu, hvaða kynningarefni hentar best og svo framvegis. Þessir fundir verða auglýstir þegar nær dregur.

    Skráningu sýnenda lýkur þann 19. desember 2024. Verð fyrir sýnendur er 31.900+ vsk.

    Smelltu á þennan hlekk til að skrá þig sem sýnanda

    Smelltu hér fyrir upplýsingasíðu fyrir sýnendur

    Skráning gesta

    Öllum er frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti. Við biðjum þó þá sem ætla að koma sem gestir að skrá sig svo hægt sé að áætla fjöldann.

    Smelltu á þennan hlekk til að skrá þig sem gest

    Smelltu hér fyrir upplýsingasíðu fyrir gesti

    Ferðaþjónustuvikan

    Dagarnir 14. – 16. janúar 2025 verða helgaðir ferðaþjónustu. Þá verður lögð áhersla á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni með fróðlegri og skemmtilegri dagskrá undir merkjum Ferðaþjónustuvikunnar.

    Aðstandendur Ferðaþjónustuvikunnar eru Markaðsstofur landshlutanna, Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa.

    Smelltu hér til að skoða vefsíðu Ferðaþjónustuvikunnar 2025.

    Dagskrá:

    (athugið að dagskráin gæti tekið breytingum þegar nær dregur)

    • 14. JANÚAR:
      • Kl. 8:30-10:00: Nýársmálstofa ferðaþjónustunnar
      • Kl. 13:00-16:00: MICELAND - vinnustofa og uppskeruhátíð fyrir fyrirtæki í MICE ferðaþjónustu
    • 15. JANÚAR
      • Kl. 9:30-12:00: Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu með áherslu á sjálfbærni áfangastaðarins
      • Kl. 12:30-14:50: Ferðatæknimót, leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örstefnumótum
      • Kl. 15:00-17:00: Í vinnslu
    • 16. JANÚAR

    Við hlökkum til að sjá sem flesta með okkur þessa vikuna!