Vestnorden 2021 á Reykjanesi
Ferðasýningin Vestnorden var haldin 5-7. október síðastliðin. Sýningin fór fara fram á Reykjanesi í ár. Hátt í 500 gestir tóku þátt í sýningunni og var Markaðsstofa Suðurlands þar á meðal.
VestNorden er mikilvægur vettvangur þar sem ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi gefst kostur á að hittast og kynna vöruframboð sitt fyrir ferðaheildsölum og blaðamönnum víðsvegar úr heiminum.
Dagný og Guðmundur Fannar ásamt fulltrúum úr faghópi um ferðamál á Suðurlandi stóðu vaktina á Vestnorden og kynntu Suðurland með öllum þeim kostum og kynjum sem þar er að sjá, skoða, upplifa, dvelja og njóta.
Mikill kraftur og bjartsýni einkenndi viðburðinn og greinilegt að fólk hefur mikla trú á Íslandi sem áfangastað.