Húsið er í Vestur Landeyjum, nálægt Hvolsvelli. Íbúðin er 120 fm og tekur 5 manns. Rólegur og dásamlegur staður til að slaka á.
3 svefnherbergi, rúmgóð og opin stofa og eldhús, baðherbergi með sturtu og þvottavél. 60 fm verönd fyrir utan með húsgögnum. Eldhúsið er fullbúið með uppþvottavél, ísskáp, eldavél, ofn, örbylgjuofn, kaffivél, katli og brauðrist. Hnífapör fyrir 5 manns.