Eldhestar – Hestaferðir og Hótel í sveitasælu
Eldhestar voru stofnaðir árið 1986 með það að markmiði að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum upp á hestaferðir um einstaka staði sem oft eru ekki aðgengilegir með öðrum hætti. Í upphafi var sérstök áhersla lögð á að gefa fólki tækifæri til að kanna Hengilssvæðið og margar náttúruperlur þess, eins og Reykjadal, Marardal og Kattartjarnir, svo eitthvað sé nefnt.
Í dag bjóða Eldhestar upp á fjölbreytt úrval hestaferða, allt frá hálftíma ferðum upp í sjö daga ævintýraferðir. Ferðirnar eru fjölbreyttar og henta bæði vönum og óvönum reiðmönnum. Sem dæmi má nefna ferðina 3C – Horses and Hot Springs, sem býður upp á einstakt útsýni yfir Ölfusið og fallegar reiðleiðir meðfram Reykjafjalli. Fyrir vana reiðmenn er ferðin 3B – Soft River Banks, þar sem riðið er meðfram bökkum Ölfusár. Einnig má nefna dagsferðina 5A – The Hot Springs Tour, sem er ein vinsælasta hestaferð landsins, með leið um hinn stórfenglega Reykjadal.
Hestaferðir Eldhesta hefjast allar á bænum Völlum í Ölfusi, sem er aðeins í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Lengri ferðir ná hins vegar víða um landið. Á sumrin eru allt að 380 hross á bænum, þannig að allir geta fundið hest sem hentar þeirra getu og þörfum.
Samsettar ferðir og ævintýri
Eldhestar bjóða einnig upp á samsettar ferðir, þar sem hægt er að fara á hestbak um morguninn og njóta síðan annarra ævintýra, svo sem flúðasiglinga, hvalaskoðunar, gönguferða í Reykjadal eða hjólreiðaferða um Reykjavík. Í mörgum ferðum eru léttar veitingar innifaldar, svo sem hádegisverður, fiskisúpa, kaffi og heimabakað.
Hótel Eldhestar – Sveitahótel með 54 herbergjum
Árið 2002 opnuðu Eldhestar lítið sveitahótel, sem hefur stækkað og býður nú upp á 54 herbergi, þar af 6 superior herbergi. Hótelið býður upp á rúmgóðan matsal með sæti fyrir 120 gesti, heita potta og rólegt umhverfi í sveitasælu. Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að hljóta umhverfismerkið Svaninn og leggur áherslu á þægilegt andrúmsloft í nálægð við náttúruna.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana í síma 480 4800 eða info@eldhestar.is