Hali í Suðursveit er þekktur sögustaður, en þar fæddist Þórbergur Þórðarson rithöfundur (1888 - 1974). Hali er aðeins um 13 km austan Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, miðja vegu milli Hafnar í Hornafirði og Skaftafells. Um 70 km eru til Hafnar og um 73 km í Skaftafell.
Á Hala er rekið gistiheimili þar sem boðið er upp á þægilega gistingu á sanngjörnu verði í 35 tveggja og þriggja manna herbergjum í tveimur húsum. Einnig eru í boði tvær 2ja herbergja lúxusíbúðir í sérhúsi. Lokað er í desember og janúar.
Þórbergssetur á Hala er menningarsetur helgað minningu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Þar eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar. Í Þórbergssetri er veitingahús með vínveitingaleyfi og sætum fyrir 100 manns. Veitingahúsið er opið frá 8:00 - 21:00. Lokað er í desember og janúar nema fyrir sérpantanir
Á Hala er kjörið fyrir hópa að dvelja, njóta útiveru, fræðslu og skemmtunar. Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, sagan bíður við hvert fótmál. Hægt er að panta gönguferðir með leiðsögn um fjallendi Suðursveitar.