Sólvangur er fjölskyldurekið hrossaræktarbú við Suðurströndina þar sem hægt er að kynnast íslenska hestinum, fara í reiðkennslu, heimsækja hesthúsið, njóta veitinga á kaffihúsinu sem staðsett er inni í hesthúsinu, kaupa gjafavöru tengda íslenska hestinum eða jafnvel gista í nokkra daga í sveitasælunni.
Fjölskyldan hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði hestamennsku og er öll þjónusta stýrð af faglærðum reiðkennurum. Hestarnir eru vel þjálfaðir í háum gæða staðli og eru nú um 60 hestar á búinu ásamt fleiri áhugaverðum dýrum. Sólvangur hentar vel fyrir eintaklinga á öllum aldri, litla hópa og fjölskyldur sem vilja annað hvort kynnast hestinum í fyrsta skipti eða dýpka þekkingu sína og/eða reynslu.