Blue Hótel Fagrilundur er nýtt 40 herbergja Hótel í Reykholti Biskupstungum.
Öll herbergi eru með baðherbergi, ísskáp með frysti, hitakatli, te og kaffi. Á hótelinu eru tveir heitir pottar og lítill bar í móttökunni. Ekki er veitingastaður á hótelinu en Veitingahúsið Mika er hinum megin við götuna. Innifalið í öllum bókunum er morgunverður. Friðheimar, Aratunga, Bjarnabúð, Tjaldsvæðið og sundlaugin í Reykholti eru í stuttu göngufæri. Við bjóðum uppá sjálf-innritun þar sem gestir fá sendann kóða og einnig erum við með móttöku opna frá 15:00-22:00 alla daga í litla húsinu við hlið hótelsins þar sem morgunverðurinn er borinn fram.