Hótel Skálholt er menningarhús með gistingu, veitingum og viðburðahaldi. Hótelið er staðsett í Gullna Hringnum og er einnig í nálægð við fjölda vinsælla ferðamannastaða eins og Þórsmörk, Landmannalaugar, Suðurströndina og Vestmannaeyjar. Það er auðvelt að taka dagsferðir út frá Skálholti. Gistingin er notaleg og umhverfið friðsælt og fagurt. Hægt er að bóka herbergi hjá okkur allan ársins hring.