Hotel South Coast er nýlegt hótel staðsett hjá nýja miðbænum í Selfossi. Við erum í göngufæri við alla helstu veitingastaði og þjónustu í Selfossi.
Aðeins stuttur spölur frá Reykjavík eða rétt yfir heiðina. Tilvalinn staður til að stoppa við og njóta þess að gista, slaka á í heilsulindinni og fá sér góðan morgunverðu áður en áfram er haldið.
Við bjóðum upp á 72 herbergi og þar af 7 Deluxe herbergi og svo 8 með hjólastólaaðgengi. Svo í heilsulindinni okkar bjóðum við upp á tvo heita potta, finnska sánu og slökunarherbergi ásamt drykkjarþjónustu.
Frá Selfossi er stutt í helstu náttúruperlur Suðurlands svo sem Geysir, Gullfoss og Þingvellir ásamt góðu aðgengi að nýjasta eldgosi Íslands.