Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Hótel Vatnsholt

    - Hótel

    Vatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Vatnsholt er í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi , 8 km frá Þjóðvegi 1 og ca 60 km frá Reykjavík. 

    Við bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja hvíla sig og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni, upplifa náttúruna og slappa af. Hægt er að veiða í Villingaholtsvatni og einnig er mikið fulglalíf við vatnið þar sem fuglaáhugafólk getur gefið sér tíma til að skoða fuglalífið. 

    Auk hótelsins er nú boðið upp á glænýtt tjaldsvæði í Vatnsholti, opnað 1. júní 2021. Tjaldsvæðið er rétt við Hótel Vatnsholt og geta tjaldgestir nýtt sér alla þá aðstöðu og afþreyingu sem hótelið hefur upp á að bjóða, en þar má nefna stórglæsilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna með veglegum útileiktækjum, 9 holu fótboltaminigolf velli, fótboltavelli og tennisvelli. Í Vatnsholti er veitingastaður sem reynir eftir fremsta megni að vera með ferskt og gott hráefni frá næsta nágrenni. Frábær aðstaða fyrir allt að 70-80 gesti í björtum og notalegum herbergjum. Bjóðum einnig upp á hús með 7 herbergjum, húsið er með góðri aðstöðu til eldununar/grillunar. Við gerum okkar besta til að gera dvölina ánægjulega.



    Hótel Vatnsholt

    Hótel Vatnsholt

    Vatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til

    Kolsgarður

    Kolsgarður er forn garður sem hefur verðið hlaðinn úr torfi og talinn vera frá 10. öld. Samkvæmt Þjóðsögunni þá gerði Kolur í Kolsholti sér tíðförult
    Villingaholtskirkja

    Villingaholtskirkja

    Villingaholt er kirkjustaður og var löngum stórbýli. Á 17. öld var hér prestur, Jón Erlendsson en hann var afkastamesti handritaskrifari landsins. Han
    FLÓAHREPPUR

    FLÓAHREPPUR

    Flóahreppur er falleg og friðsæl sveit á Suðurlandi sem nær yfir austanverðan Flóann og liggur á milli laxveiðiánna Þjórsár og Hvítár. Svæðið er sögul
    Skálatjörn gistiheimili

    Skálatjörn gistiheimili

    Verið velkomin á gistiheimilið Skálatjörn   Upplifðu íslensku sveitina sem staðsett er á kyrrlátum og rólegum Geitabæ. Þessi bændagisting býður upp á
    Skógræktin í Skagaási

    Skógræktin í Skagaási

    Skógræktin í Skagaási er gróskumikill trjálundur Skógræktarfélags Villingarholtshrepps. Skjólsæll unaðsreitur með ágætu aðgengi. Fólk er vinsamlegast
    Leaflet | © OpenStreetMap contributors

    Aðrir (4)

    Vacation house Höfðatún 801 Selfoss 844-8597
    1A Guesthouse Vatnsholt 1A 803 Selfoss 899-9684
    Minibus.is / Guided tours Önundarholt 803 Selfoss 7813000
    Björn Jónsson / Ferðaþjónustan Vorsabæ Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 804 Selfoss 866-7420