Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hunkubakkar

- Hótel

Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði.

Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar.

Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli.

Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.  

Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón.

Smellið hér til að bóka gistingu 

Hunkubakkar

Hunkubakkar

Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 man
Fjaðrárgljúfur

Fjaðrárgljúfur

Fjaðrárgljúfur er 6 kílómetra frá þjóðvegi 1, beygt er inn á veg F206. Fært er á fólksbílum að Fjaðrárgljúfri allt árið. Fjaðrárgljúfur er stórbrotið
Systrastapi

Systrastapi

Árið 1186 var sett nunnuklaustur í Kirkjubæ á Síðu sem síðar var nefnt Kirkjubæjarklaustur og eru örnefnin Systrastapi og Systrafoss tengd þeim tíma.
Systrafoss

Systrafoss

Systrafoss heitir fossinn þar sem Fossá fellur úr Systravatni fram af fjallsbrúninni fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur. Neðarlega í gilinu er gríðarstór
Skaftáreldahraun

Skaftáreldahraun

Hraunflóð það hið mikla sem rann úr Lakagígum á Síðumannaafrétti er Síðueldur brann árið 1783, oft nefnt Eldhraun af heimamönnum. Skaftáreldahraun er

Aðrir (2)

Kaffi Munkar Klausturvegur 1-5 880 Kirkjubæjarklaustur 567-7600
Klausturhof Gistiheimili Klausturvegur 1-5 880 Kirkjubæjarklaustur 567-7600