Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðaþjónustan Úthlíð

- Tjaldsvæði

Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi.  Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan. 

Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is 

Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21.  Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is 

Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is 

Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti. 

Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð. 

Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra. 

Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður. 

Búnaður:
Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm
Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi.
Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða 

Brúarfoss:
Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum.

Ferðin tekur liðlega klukkustund. 
Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana.

Kolgrímshóll:
Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta.

Ferðin tekur 1 1/2 tíma.
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana.

Kóngsvegurinn:
Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð.

Ferðin tekur um 30 mín. 
Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.

Ferðaþjónustan Úthlíð

Ferðaþjónustan Úthlíð

Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Út
Brúarfoss

Brúarfoss

Brúarfoss er fallegur foss í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Hann er þekktur fyrir sína einstöku tæru bláu lit sem stafar af því hvernig ljósið endurkasta