Glæsileg aðstaða
Tjaldsvæði Gestshúsa er stórt og fallegt. Aðstaðan er til fyrirmyndar og staðsetningin einstaklega góð. Mikil veðursæld er á svæðinu þar sem jaðrar þess eru skógi vaxnir. Gestir hafa aðgang að glæsilegri þjónustumiðstöð með snyrtingum, sturtum, eldunaraðstöðu og stórum matsal. Norðan við tjaldmiðstöðina er svæði þar sem hægt er að losa úr ferðasalernum og vatnstönkum sem og slanga til að fylla neysluvatn. Í og við þjónustumiðstöð er í boði frítt þráðlaust internet.
Svæðið skiptist í tvö aðskilin svæði, annars vegar svæði fyrir tjöld og hins vegar svæði fyrir húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi með aðgangi að rafmagni. Rafmagnstenglar eru 40 talsins. Á vagnsvæðinu eru rólur fyrir börn og Grýlupottar sem þykja vinsælir hjá yngri kynslóðinni.
Heitir pottar eru á svæðinu og standa gestum til boða gegn vægu gjaldi. Börn yngri en 18 ára skulu vera í fylgd forráðamanna. Pottarnir eru opnir á opnunartíma þjónustumiðstöðvar.
Morgunverður er framreiddur í þjónustumiðstöð frá 07:30 – 09:30. Í þjónustumiðstöð er boðið upp á kaffi, gos og vínveitingar. Þjónustumiðstöðin er opin til kl. 23.00 á sumrin og kl. 20.00 á veturna.
Tjaldsvæðið er staðsett í göngufæri við miðbæinn, sundlaugina, íþróttavöllinn, veitingastaði og matvöruverslun.