Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Grímsborgir veitingastaður

- Barir og skemmtistaðir

Hótel Grímsborgir er með glæsilegan veitingastað og bar í aðalbyggingu hótelsins. Staðurinn, sem er innréttaður í fáguðum sveitastíl er afar rúmgóður og tekur allt að 240 manns í sæti. Veitingastaðurinn er opinn daglega frá 7.00 til 22.00.

Á A la Carte matseðlinum okkar má finna fjölbreytt úrval af íslenskum og alþjóðlegum gourmet réttum og fínum vínum. Lifandi tónlist, sýningar og uppákomur um helgar og eftir óskum. Hið höfðinglega morgunverðarhlaðborð er staðsett í sal veitingarstaðarins og er ávallt innifalið í gistingu á hótelinu en opið fyrir alla. Á hlaðborðinu má finna heimabakað brauð og bakkelsi, álegg, ferskt grænmeti, marmelaði og sultu, jógúrt, súrmjólk, músli og ferska ávexti, sem og heita rétti eins og hrært egg, pulsur, beikon og hafragraut. Morgunverðarhlaðborðið er opið alla daga frá kl. 7:00 – 10:00.

Barinn okkar er opinn alla daga og við erum með happy hour alla daga frá kl 16:00 – 18:00.

Grímsborgir veitingastaður

Grímsborgir veitingastaður

Hótel Grímsborgir er með glæsilegan veitingastað og bar í aðalbyggingu hótelsins. Staðurinn, sem er innréttaður í fáguðum sveitastíl er afar rúmgóður
Hótel Grímsborgir

Hótel Grímsborgir

Hótel Grímsborgir er glæsilegt vottað fimm stjörnu hótel staðsett á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi. Hótelið býður upp á gis

Aðrir (3)

Litli-Háls Litli Háls 801 Selfoss 893-9757
Vesturbrúnir 4 Vesturbrúnir 4 801 Selfoss 867-3448
Álftavík Álftavík 801 Selfoss 822-2202