Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Græna kannan lífrænt kaffihús

    - Kaffihús

    Græna kannan kaffihús/listmunabúð er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur. Græna kannan er staðsett í hjarta Sólheima og notar hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjuragarðinum Tröllagarði. Í Grænu könnunni má einnig finna Listmunaverslunina Völu, fallega listmuni, kerti, tún vottaðar jurtavörur sem eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum og jurtum úr jurtagarði Sólheima auk fullt af spennandi vörum sem Íbúar Sólheima búa til.

    Sjá má opnunartíma á forsíðu heimasíðu Sólheima. Oft eru uppákomur á kaffihúsinu og er vakin sérstök athygli á facebook síðu Sólheima og einnig á instagram síðu Sólheima þar sem sérstaklega eru tilgreindir þeir atburðir sem eru á boðstólnum hverju sinni. Verið velkomin á Sólheima.

    Þið finnið okkur á facebook hér: https://www.facebook.com/heimasol
    Þið finnið okkur á instagram hér: @solheimareco 

    Græna kannan lífrænt kaffihús

    Græna kannan lífrænt kaffihús

    Græna kannan kaffihús/listmunabúð er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þin
    Sögusafn Sólheima

    Sögusafn Sólheima

    Sögusafn Sólheima opnaði formlega haustið 2022 í elsta húsi staðarins, Sólheimarhúsi. Það hefur verið innrétt í upprunalegt horf og má þar finna aragr
    SÓLHEIMAR / Grímsnes- og Grafningshreppi

    SÓLHEIMAR / Grímsnes- og Grafningshreppi

    Sólheimar er einstakt samfélag þar sem búa og starfa rúmlega 100 manns saman. Íbúar Sólheima leggja metnað sinn í að taka vel á móti gestum og eru all
    Leaflet | © OpenStreetMap contributors

    Aðrir (3)

    Eyvík cottages Heimaás 801 Selfoss 770-7800
    Gistiheimili Sólheima Sólheimar Grímsnesi 801 Selfoss 770-7800
    Verslunin og listhúsið Vala Sólheimar 801 Selfoss 422-6070