Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Brunnhóll

- Veitingahús

Brunnhóll er gisthús og veitingastaður sem er staðsettur á besta stað undir Vatnajökli og útsýn til jökulsins því stórkostleg. Við erum um 50 km austar en Jökulsárlón og 30 km vestan við Höfn í Hornafirði, aðeins 300 m frá hringveginum. 

Brunnhóll er fjölskylduvænn staður og við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu.

Gistiheimilið er með rúm fyrir um 75 manns, í eins-, tveggja-, og þriggja manna herbergjum auk nokkurra fjölskylduherbergja.  Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Hægt er að fá bæði morgunverð og kvöldverð, auk þess léttra veitinga allan daginn.

Leitast er við að bjóða upp á afurðir sem framleiddar eru á býlinu eða í næsta nágrenni.  Lögð er áhersla á að hafa ávallt heimabakað brauð á boðstólum og nýbakaðar skonsur og rabbarbarasulta eru einn af föstum liðum á morgunverðarborðinu. Sérstaklega viljum við minna á heimalagaða rjómaísinn Jöklaís, sem framleiddur er og seldur á býlinu.

Víðsýnt er úr veitingasalnum.  Salurinn er tvískiptur og tekur hann um 60+ manns í sæti.  Opið er út á skjólgóða verönd þar sem hægt er að njóta stórbrotinnar náttúru og útsýnis um leið og hvers konar veitinga.

Á næsta bæ, Árbæ er rekið myndarlegt kúabú.  Við leitumst við að veita gestum innsýn í daglega störf bænda og þeirra vinnuhætti ásamt fræðslu um staðhætti í nágrenninu.  Nokkrir erlendir starfsmenn vinna hjá okkur á hverju ári og verða oftast eins og partur af fjölskyldunni.  Dvöl þeirra eykur á víðsýni og auðgar menningu heimamanna.

Opið er frá 1. febrúar til 31. október og um jól og áramót. 

Brunnhóll

Brunnhóll

Brunnhóll er gisthús og veitingastaður sem er staðsettur á besta stað undir Vatnajökli og útsýn til jökulsins því stórkostleg. Við erum um 50 km austa
Lilja Guesthouse

Lilja Guesthouse

Lilja Guesthouse er staðsett við rætur Vatnajökuls en þar er boðið upp á gistirými við þjóðveg 1. Höfn er í 28,5 km fjarlægð frá hótelinu og Jökulsárl
Lambhús

Lambhús

Lambhús Í Lambhúsum er boðið upp á gistingu í smáhýsum. Þau eru staðsett við bæinn Lambleiksstaði, 30 km vestan við Höfn. Smáhýsin eru eitt rými með g
Hólmur ferðaþjónusta

Hólmur ferðaþjónusta

Í gamla íbúðarhúsinu eru sex herbergi tveggja og eins manna , fyrir 10 manns Í húsinu er setustofa þar sem möguleiki er að laga kaffi og te. Yfir vetr

Aðrir (1)

Nýpugarðar Nýpugarðar 781 Höfn í Hornafirði 893-1826