Veitingastaðurinn, Einsi kaldi, er á jarðhæðinni í Hótel Vestmannaeyjar. Það hús á sér mikla sögu því að þar hefur margvísleg starfsemi verið rekin, s.s. kvikmyndahús og gosdrykkjaverksmiðja.
Eigandi Einsa kalda, Einar Björn Árnason eða Einsi kaldi, er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Einsi nýtur þess alveg sérstaklega að beita göldurm sínum þegar hann matreiðir sjávarrétti og fyrir þá rétti sína er hann hvað þekktastur.
Á surmrin bjóða Einsi kaldi og hans einvala lið upp á fjölbreyttan matseðil frá hádegi fram á kvöld, alla daga vikunnar. Í hádeginu er lögð sérstök áhersla á létta og ferska rétti, s.s. súpur og kjötrétti og að sjálfsögðu nýjan og gómsætan íslenskan fisk.
Á kvöldin ræður fjölbreytnin ríkjum og þá getur þú valið allt frá forréttum til lúxusrétta úr kjöti eða fisk. Þar finna allir eitthvað sem kitlar bragðlaukana og hugur þeirra girnist.
Frá því að Einar Björn hóf rekstur veitingastaðarins hefur hann vakið mikla athygli fyrir frábæra matargerð og hefur það m.a. verið staðfest af TripAdvisor.
Auk þess að reka veitingastaðinn er Einsi með veisluþjónustu sem er sniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
Þá aðstoðum við einnig hópa við að skipuleggja heimsóknir sínar til Vestmannaeyja þannig að þær verði mjög áhugaverðar og skemmtilegar, með afþreyingu, fróðleik og fallegri náttúru eftir óskum hvers og eins hóps.