Selsvöllur er staðsettur í nágrenni við Flúðir í Hrunamannahreppi.
Völlurinn er 18 holu golfvöllur og þægilegur í göngu. Mikil uppbygging og endurbætur hafa átt sér stað á vellinum þar sem áhersla er lögð á aðgengi, stígagerð og umhverfi.
Golfklúbburinn Flúðir (GF) er með aðstöðu í golfskálanum þar sem veitingastaðurinn Kaffi-Sel sér um veitingarekstur.
Gisting er í boði í nágrenni við völlinn, annars vegar 6 herbergja gistiheimili (Efra-Sel hostel) og hins vegar í einbýlishúsi sem leigt er út í heild sinni (Efra-Sel home). Efra-Sel home er staðsett nokkrum metrum frá 10. teig vallarins.
Tilvalið er fyrir hópa að bóka golf, gistingu og hlaðborð. Leitið tilboða hjá okkur í síma 486-6454 eða með tölvupósti á netfangið pantanir@kaffisel.is
Nafn golfvallar: | Holufjöldi: | Par: |
Selsvöllur | 18 |
70 |