Groovís býður upp á eftirminnilega upplifun og frábæra deserta sem samanstanda af lita dýrð, skemmtilegar samsetningar af ís, mini kleinuhringjum og kandífloss. Við leggjum höfuð áherslu á að bjóða uppá deserta sem þú finnur ekki hvar sem er. Viltu prófa Shake’n donuts? Ís í kandífloss pilsi? Heita mini kleinuhringi með köldum ís? Þá ertu að koma á réttan stað.
Við bjóðum einnig uppá allt það hefðbundna eins og bragðarefi, slushy , kúluís og ís í boxi. Við erum tæknivæddasta ísbúð landsins og reynum þannig að útrýma löngum biðröðum, hjá okkur finnurðu sjálfsafgreiðslu tölvur (kiosk), netsölu og QR kóða til þess að starfsfólkið okkar fái að einbeita sér að því sem skiptir máli - að búa til kræsingar fyrir þig! Það er auðvitað hægt að panta með því að tala við starfsfólk líka en allar pantanir fara í stafrænu röðina.
Í Groovís er viðverandi hátíðar stemmning fyrir hvern þann sem ákveður að heimsækja nýja miðbæ Selfossar þar sem ís, mini kleinuhringir og kandífloss á það allt sameiginlegt að vera hátíðar réttir á öllum betri viðburðum.