Áfangastaðaáætlun Suðurlands
Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð með ferðaþjónustuna sem útgangspunkt. Í áætluninni er sett fram skýr framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi ásamt markmiðum, áherslum, áskorunum, tækifæri og aðgerðum. Áfangastaðaáætlun skapar því þá umgjörð og ramma sem svæðið leggur áherslu á í uppbyggingu og þróun áfangastaðarins Suðurlands.