Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Námskeið fyrir vinnustaðinn

Ferðaþjónusta - umhverfi og menning

Námskeiðslýsing:

Á námskeiðinu er farið yfir þá þætti sem skipta máli fyrir ferðaþjónustufyrirtæki út frá umhverfi og menningu. Ábyrg ferðaþjónusta er skoðuð og hvernig fyrirtæki geta tekið skref í átt að sjálfbærni í tengslum við arðsemi og líftíma atvinnugreinarinnar. Farið er yfir það umhverfi sem ferðaþjónustufyrirtæki starfa í út frá lögum um öryggismál. Fjallað er um mikilvægi sögu og sérstöðu fyrirtækisins, þekkingu á nærumhverfi, aðdráttarafli og afþreyingarmöguleikum með tilliti til mismunandi markhópa. Í því samhengi er lögð áhersla á upplifun ferðamannsins frá upphafi til enda.

Lengd: 3 klst.

Hafðu samband við Fræðslunetið ef þú hefur áhuga fyrir þessu námskeiði anna@fraedslunet.is sími 560 2030