Mannauðurinn og vinnustaðurinn
Námskeiðslýsing:
Á námskeiðinu er farið yfir mikilvæga þætti sem snúa að hlutverki og ábyrgð starfsfólks á vinnustað. Hvernig starfsfólk getur byggt upp öryggi, lausnamiðun, skapandi hugsun og sveigjanleika í starfi. Farið er yfir verklagsreglur og verkferla, hæfniskröfur, réttindi, skyldur og vinnusiðferði. Fjallað er um lausnamiðun og skapandi hugsun í tengslum við að vinna undir álagi. Skoðað er hvernig verkefni eru leyst á farsælan hátt og hvernig sveigjanleiki getur skipt sköpum þegar upp koma óvæntar aðstæður. Að lokum er farið yfir persónulegt hreinlæti, klæðnað, snyrtimennsku og framkomu.
Lengd: 3 klst.
Hafðu samband við Fræðslunetið ef þú hefur áhuga fyrir þessu námskeiði anna@fraedslunet.is sími 560 2030