Námskeið fyrir vinnustaðinn
Öflug liðsheild
Námskeiðslýsing:
Mikilvægt er að skapa öfluga liðsheild á vinnustað með tilliti til vellíðan starfsfólks og til þess jafnframt að geta mætt þörfum og náð árangri. Á þessu námskeiði verður farið yfir þá þætti sem skipta máli til þess að hægt sé að skapa góða liðsheild og hvernig hver og einn getur lagt af mörkum. Farið verður yfir hvernig starfsumhverfi, samskipti og upplýsingaflæði hefur áhrif á starfsandann og liðsheildina.
Lengd: 3 klst.
Hafðu samband við Fræðslunetið ef þú hefur áhuga fyrir þessu námskeiði anna@fraedslunet.is sími 560 2030