Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Námskeið fyrir vinnustaðinn

Þjónusta og gestrisni

Námskeiðslýsing:

Á námskeiðinu er fjallað um það hvernig veita megi framúrskarandi þjónustu og auka upplifun. Farið er yfir þætti sem skipta máli í gestamóttöku og sérstök áhersla er lögð á mikilvægi góðra samskipta, sveigjanleika, lausnamiðun og viðbragsflýti. Farið er yfir hvaða aðferðir henta vel til þess að halda í viðskiptavini og fara fram úr væntingum. Einnig er fjallað um mikilvægi réttra viðbragða við krefjandi viðskiptavinum, faglega nálgun og samtalstækni. Sölusamtalið er mikilvægur hluti af þjónustu við viðskiptavini og er farið yfir það i í tengslum við mat, vín og afþreyingu.

Lengd: 3 klst.

Hafðu samband við Fræðslunetið ef þú hefur áhuga fyrir þessu námskeiði anna@fraedslunet.is sími 560 2030