Námskeið fyrir stjórnendur
Tíma- og orkustjórnun
Námskeiðslýsing:
Skilvirk tíma- og orkustjórnun er undirstaða árangurs og hefur einnig áhrif á ánægju í starfi. Á þessu námskeiði er farið yfir nokkur lykilatriði þegar kemur að eigin tíma- og orkustjórnun. Í nútímaumhverfi og áskorunum sem því geta fylgt er gott að skoða hvaða þættir það eru sem auka hugarró okkar og skilvirkni í þeim verkefnum sem liggja fyrir. Er eitthvað sem þú vilt breyta í þinni tíma og orkustjórnun?
Lengd: 3 klst.
Hafðu samband við Fræðslunetið ef þú hefur áhuga fyrir þessu námskeiði anna@fraedslunet.is sími 560 2030