Bláhnúkur í Landmannalaugum
Líparítfjall (943 m y.s.) við Landmannalaugar. Bláhnúkur er litfagur, venjulega með fannarblesu. Talið er að hann hafi orðið til við gos undir jökli. Í honum ber mikið á svörtum, stuðluðum biksteinseitlum og grænum og gráum glersalla. Nafnið gaf Pálmi Hannesson.