Drangurinn í Drangshlíð
Drangurinn er mjög sérstök náttúrusmíð úr móbergi, þar sem hann stendur einn sér fyrir neðan bæina í Drangshlíð undir Eyjafjöllum.
Þjóðsagan segir að Grettir Ásmundsson hafi verið að sýna krafta sína og hrundið þessum kletti úr Hrútafelli og eftir standi skarðið sem er fyrir ofan Skarðshlíð. Undir þessum kletti eru hellar og skútar sem byggt hefur verið fyrir framan í gegnum aldirnar og standa þau flest enn. Þessi hús eru gott dæmi um fornmannahús, enda hafa þar verið tekin upp atriði og kvikmyndir eins og “Hrafninn flýgur”.
Drangurinn og næsta nágrenni hans er friðlýstur.