Friðland að Fjallabaki
Friðland að Fjallabaki var friðlýst árið 1979. Megin einkenni svæðisins eru fjölbreytt landslag og landslagsheildir, mikill breytileiki jarðminja og jarðhitafyrirbæra, sérstakt en viðkvæmt lífríki, víðerni, kyrrð og litadýrð. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda þessar sérstæðu jarðminjar, landslag, lífríki og ósnortin víðerni svæðisins. Friðlandið er 446,24 km2 að stærð og innan þess eru Landmannalaugar þar sem er upphaf margra vinsæla gönguleiða, þar á meðal Laugavegurinn.
Nánari upplýsingar um svæðið má finna á vef Umhverfisstofnunar .