Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hrafntinnusker

Hrafntinnusker við Torfajökul Fjall (1128 m y.s.) við Austur-Reykjadali, austan við Heklu. Þangað má komast langleiðina á bílum og er þá sveigt af Landmannaleið við Sátubarn. Einnig má aka þangað af Fjallabaksvegi syðri við Laufafell. Útsýn er víð og mikil af Hrafntinnuskeri. 

Umhverfis fjallið, einkum að vestan, er mikið hverasvæði. Þar eru gufuhverir, marglitir leirhverir og vatnshverir sem sumir eru sígjósandi og sums staðar undir jökli. Myndast þar íshellar stórir og smáir. Litafegurð á þessu svæði er fjölbreytileg. 

Austan við Hrafntinnusker er sæluhús Ferðafélags Íslands, á “Laugavegi”, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur, reist 1977. Það rúmar um 20 manns. 

Hrafntinnuhraun
Líparíthraun norðvestan undir Hrafntinnuskeri. Þar eru í rauninni fleiri en eitt hraun, misgömul. Talið er líklegt að yngsta Hrafntinnuhraunið hafi runnið eftir að land byggðist. Í því er stór, hringlaga gígur með lágum börmum en í miðju hans hefur bergkvikan hrúgast saman yfir upprásinni og er það vísir að hraungúl.

Í Hrafntinnuhrauni hefur stundum verið tekin hrafntinna til skreytingar húsa, þar á meðal Þjóðleikhússins. Hrafntinnan þarna er mjög margbreytileg. Meðal annars finnst þar holótt og götótt hrafntinna sem líkist svampi í útliti. 

Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995.

Hrafntinnusker

Hrafntinnusker við Torfajökul Fjall (1128 m y.s.) við Austur-Reykjadali, austan við Heklu. Þangað má komast langleiðina á bílum og er þá sveigt af Lan

Aðrir (1)

Hrafntinnusker - Ferðafélag Íslands Mörkin 6, 108 Reykjavík 568-2533