Ölfusá
Ölfusá er vatnsmesta á landsins þar sem meðalrennsli árinnar er 423 m³/sek. Upprunni Ölfusár er á milli Grímsness og Hraungerðishrepp þar sem Sogið og Hvítá falla saman og er 25 km long og fellur niður að ósum Eyrarbakka austanverðu. Ölfusá rennur með vesturjaðri Þjórsárhrauns.
Áin rennur jökulituð í gegnum Selfoss í gegnum djúpa gjá sem er 9m djúp. Þrátt fyrir að áinn sé jökullituð er þó nokkuð af lindarvatni þannig að á veturnar í kuldatíð á hún til með að vera allt að því tær. Áin myndar stórt stöðuvatn eða sjávarlón í Ölfusinu áður en hún rennur út í sjóinn austan við Óseyri. Þetta lón nefnist Ölfusárós.