Prestsbakkakirkja á Síðu
Kirkja var áður á Kirkjubæjarklaustri en hún var færð að Prestsbakka 1859 vegna sandfoks á Klaustri. Hönnuður Hans Heinrich Schütte arkitekt og byggingarmeistari kirkjunnar. Kirkjan var friðuð 1990.
Prestsbakkakirkja er timburkirkja klædd bárujárni og tekur um 220 manns í sæti. Kirkjan var konungseign og greiddi Friðrik VII fyrir smíði hennar. Yfir kirkjudyrunum er fangamark Friðriks VII. Í kirkjunni er skírnarsár gerður af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara og á honum myndir sem vísa til eldmessudagsins 1783.
Altaristaflan í kirkjunni er eftir Anker Lund. Kirkjan var listilega skreytt og máluð árið 1910 af Einari Jónssyni listmálara og sú vinna lagfærð af Grétu og Jóni Björnssyni á aldarafmæli kirkjunni.