Gistiheimilið á Lambastöðum er staðsett 8 km austan við Selfoss, við þjóðveg nr. 1 í klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi. Herbergin geta verið eins, tveggja eða þriggja manna.
Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má miðnætursólar á sumrin eða norðurljósa á vetrarkvöldum. Morgunmatur er framreiddur og er hann innifalinn í verði.
Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vestmannaeyjar. Einnig er dagsferð í Þórsmörk og Landmannalaugar möguleg á vel útbúnum ökutækjum.
Gott útsýni er frá gistiheimilinu og kyrrlátt umhverfi. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er á bílastæðinu.
Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu.
Stutt er á Selfoss þar sem eru veitingastaðir, verslanir, sundlaug og önnur afþreying.
Vinsamlegast hafið samband fyrir verð og bókanir.