Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun

Jarðhitasýningin

Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Á sýningunni er jarðfræði, tækni og saga sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með myndum og margmiðlunartækni.

Hellisheiðavirkjun er stærsta jarðvarmavirkjun landsins, og meðal 10 stærstu á heimsvísu, þar sem framleidd eru um 303MW af rafmagni og um 200MW af heitu vatni.

Starfsfólk sýningarinnar búa yfir breiðri þekkingu um jarðfræði, jarðhita, framleiðsluna á svæðinu og nýtingu auðlindastrauma sem nýtast meðal annars til fyrirtækja innan Jarðhitagarðs ON eins og Carbfix, Climeworks, VAXA technologies og GeoSilica.

Opnunartími

Sýningin er opin alla daga fyrir utan Jóladag og Nýársdag
1. nóv - 31. mars kl. 09:00-16:00
1. apríl - 31. okt kl 09.00 - 17.00

Hópabókanir (10 og fleiri), Carbfix túrar og almennar fyrirspurnnir sendist á syning@or.is eða hringja í síma 591-2880. 

Á heimasíðunni www.jardhitasyning.is er hægt að bóka miða fyrir einstaklinga og minni hópa.

Gönguleiðir 

Á Hengilssvæðinu er flest það sem prýðir íslenska náttúru: áhugavert landslag, hvera- og gígasvæði, fjölbreytt gróðurfar, ár og stöðuvötn. Mikil vinna er lögð í frágang og landgræðslu á röskuðum svæðum vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun á líkan hátt og gert var á Nesjavöllum á sínum tíma. 

Við bjóðum hópum sem ganga um svæðið velkomna í leiðsögn um Jarðhitasýninguna - https://www.on.is/umhverfid/hengillinn/ 

Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun

Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun

Jarðhitasýningin Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Á sýningunni er jarðfræði, tækni og s
Skíðaskálinn í Hveradölum

Skíðaskálinn í Hveradölum

Skíðaskálinn í Hveradölum er staðsettur við þjóðveg 1 í aðeins 30 km. fjarlægð frá reykjavík. Hveradalir eru eitt virkasta hverasvæði landsins og sann

Aðrir (1)

Buggy Iceland Skíðaskálinn Hveradölum 816 Ölfus 849-0511